Download details
BIRK

xp6b

Reykjavíkurflugvöllur (IATA: RKV, ICAO: BIRK) er flugvöllur í Vatnsmýri í Reykjavík. Flugrekstur hófst þar árið 1919 við mjög frumstæðar aðstæður. Bretar gerðu svo varanlegan flugvöll þar í síðari heimsstyrjöld sem Íslendingar fengu full yfirráð yfir í stríðslok. Innanlandsflug hefur síðan þá haft miðstöð sína á vellinum og einnig gerðu Loftleiðir út þaðan til 1962 en þá var farið að nota Keflavíkurflugvöll fyrir millilandaflug.